Íbúafjöldinn tvöfaldaðist

Kristján Freyr að störfum á laugardagskvöldið. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Kristján Freyr Halldórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður segir að ætla megi að íbúafjöldinn á norðanverðum Vestfjörðum hafi tvöfaldast yfir páskana. Hann segir að samkvæmt umferðartölum Vegagerðarinnar hafi meira en 1800 bílar keyrt Djúpið til Ísafjarðar frá þriðjudegi fyrir páska fram að sunnudeginum.  Það sé auking frá því fyrra um 300 bíla.  Gert er  ráð fyrir að jafnaði sé 2,5 í hverjum bíl og þá fæst að um 4500 manns hafi komið vestur þessa daga.  Það þýðir að íbúafjöldinn hefur tvöfaldast um páskana. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á stóran þátt í þessu, en auk þess hefur skíðavikan á Ísafirði líka aðdráttarafl. Kristján segir að fyrir 15 árum, þegar tónlistarhátíðin var að hefja göngu sín hafi um 400 bílar farið um Djúpið til Ísafjarðar á þessum tíma.

DEILA