Húsfyllir á afmæli Björgunarfélags Ísafjarðar

Fjölmenni var í afmælisveislunni.

Björgunarfélag Ísafjarðar hélt upp á 20 ára afmæli sitt með veglegri veislu á miðvikudaginn Í Edinborgarhúsinu. Aðsókn var mikil og komust færri að en vildu. Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 31. október 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Slysavarnarfélagið Skutull á Ísafirði var sameinað og sagði Þór Þorsteinsson, varaformaður Landsbjargar í ávarpi sínu að sameiningin á Ísafirði hefði orðið til þess að sameining björgunarsveita og slysavarnardeilda á landsvísu hefði komist á skrið og hefði svo leitt til Landsbjargar ári seinna. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Landsbjargar og Flateyringur mætti að sjálfsögðu til veislunnar.

Barði Önundarson var líflegur sem veislustjóri og uppboðshaldari og varð góður áviningur fyrir félagið af uppboðinu. Þórunn og Gummi Hjalta fluttu nokkur lög og Rúnar Eff tók við af þeim. Steini og Eiríkur buðu upp á dýrindis fiskihlaðborð með fjölda gómsætra rétta.

Sævar Gestsson lét sig ekki vanta.
Þórunn og Gummi Hjalta léku fyrir gesti.

 

DEILA