Höfuðborgarsvæðið : 102 milljarða kr framkvæmdir

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa sett af stað stýrihóp til að hefja viðræður til að móta tillögur til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu og fjármögnun þeirra.

Stýrihópurinn er skipaður af þremur ráðherrum, formanni og varaformanni stjórnar SSH og borgarstjóra Reykjavíkur. Skal hópurinn vinna tillögur út frá fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og samkomulagi framkvæmdir á stofnvegum, innviðum Borgarlínu og hjólreiða til næstu 15 ára, sem er að finna í skýrslu viðræðuhóps samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) frá árinu 2018.

Stýrihópurinn skal leggja fram beinar tillögur um fjármögnun einstakra framkvæmda og verkefna ásamt verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Tillögum skal skila fyrir lok maí 2019.

Borgarlína er stærsta verkefnið í skýrslunni upp á 42 milljarða króna á árunum 2019-2033. Stofnvegaframkvæmdir í tillögu að samgönguáætlun eru metnar eru á rúman 50 mia.kr, auk ótilgreindra stofnstígaverkefna sem metin eru á 3 mia.kr.

Dæmi um stofnvegaframkvæmdir eru stokkur á Miklubraut, Arnarnesvegur, Reykjanesbraut milli Álftanesvegar og Lækjargötu og Reykjanesbraut/Sæbraut milli Stekkjabakka og Holtavegar. Auk þess eru gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Reykjanesbraut
milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar, Vesturlandsveg í Mosfellsbæ og Suðurlandsveg næst Vesturlandsvegi.

DEILA