Hafnað niðurfellingu fasteignagjalda af friðlýstu húsi

Hæstakaupstaðarhúsið. Mynd: Minjastofnun.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hafnaði í fyrradag erindi um niðurfellingu á fasteignagjöldum af friðlýstu húsi á Ísafirði. Eigandi Hæstakaupstaðarhússins, Aðalstræti 42 á Ísafirði, sem reist var 1788 óskaði eftir þessu og vísað til 19. greinar laga um menningarminjar sem veita sveitarstjórnum heimild til þess að lækka eða fella niður fasteignagjöld af friðlýstum fasteignum.

Engin starfsemi er í húsinu og veitingasala var síðast í húsinu árið 2012.

Bæjarstjórn Ísafjarðar samþykkti 12. janúar 1975 að friðlýsa Hæstakaupstaðarhúsið og var sú kvöð sett að noktun hússins myndi í engu breyta minjagildi þess og að engar breytingar yrðu á húsinu umfram það sem segir í þjóðminjalögum.

DEILA