Hábrún ehf – 700 tonna sjókvíeldi

Hábrún ehf. hefur sótt um aukna framleiðsluheimild fyrir samtals 700
tonna framleiðslu á ári, 650 tonn af regnbogasilungi og 50 tonn af þorski og hyggst fyrirtækið stunda kynslóðaskipt eldi. Hámarkslífmassi stöðvarinnar mun ekki fara yfir 700 tonn.

Matvælastofnun hefur sent erindið til Ísafjarðarbæjar og óskar eftir umsögn. Bæjarráðið tók erindið fyrir í síðustu viku og vísaði því til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd vísar til umsagnar Skipulagsstofnunar sem telur að umrædd framkvæmd muni ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif m.t.t. eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa. Þar sem um er að ræða silungs- og þorkseldi fellur framkvæmdin ekki undir áhættumat Hafrannsóknarstofnunar varðandi laxeldi.

Nefndin gerir ekki athugasemd við aukna framleiðslu.

DEILA