Golf : Tungudalsvöllur opnar á morgun

Golfari í góðri sveiflu. Mynd: Benedikt Hermannsson.

Golfklúbbur Ísafjarðar hefur sent frá sér tilkynningu um að sumarvertíðin er að hefjast:

Tungudalsvöllur opnar fyrir spil laugardaginn 27.apríl, golfarar eru beðnir um að færa golfboltann úr bleytu yfir á þurrt svæði og gera  við torfuför á braut og boltaför á flöt.

Það verður vinnukvöld mánudag 29.apríl og þriðjudaginn 30.apríl.

Allir sem eru lausir eru hvattir til að mæta, völlurinn er lokaður á meðan vinnukvöld er.

1.maí verður völlurinn opnaður formlega með golfmóti og eru golfarar hvattir til að skrá sig.

DEILA