Gamanmyndahátíð Flateyrar fær styrk

Gengið hefur verið frá úthlutun styrkja til verkefna og viðburða á málefnasviðum Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Ráðherrarnir skipuðu starfshópa sem fóru yfir og mátu umsóknirnar með tilliti til úthlutunarreglna.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bárust 13 umsóknir og hlutu 4 verkefni styrk upp á alls 2.500.000 kr.

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bárust 29 umsóknir og hlutu 16 verkefni styrk upp á alls kr. 11.150.000 kr.

Meða þeirra sem hlutu styrk frá ferðamálaráðherra voru GamanGaman félagasamtök, 

sem fengu 350 þúsund króna styrk til verkefnisins Gamanmyndahátíð Flateyrar, sem var fyrst haldið 2016 og verður haldin næst  í september. Helsti hvatamaður að hátíðinni er Eyþór Jóvinsson.

DEILA