Fiskihlaðborð í Einarshúsi um páskana

Benedikt Sigurðsson og Bjarni Ingólfsson.

Um páskana var boðið upp á veglegt fiskihlaðboð í Einarshúsi í Bolungavík. Benedikt Sigurðsson, framkvæmdastjóri hússins fékk Hálfdán Guðröðarson með sér til að gera á föstudagin langa gamaldags fiskhlaðborð með signum bútungi, selspiki og saltfiski en svo tók Bjarni Ingólfsson við með venjubundnara fiskihlaðborð. Aðsóknin um páskana  var góð að sögn Benedikts, sem dró fram harmónikkuna og spilaði og söng fyrir gesti.

Einarshús í Bolungavík.
Mynd: Kristinn H. Gunnarsson
DEILA