Dýrafjarðargöng: í gegn í gær

Gengið hefur vel að bora og sprengja Dýrafjarðargöngin. Í fyrradag  var talið að um 21 metri væri eftir og þá áætlað að sprengt yrði í gegn í gær. Talsmaður Suðurverks vildi ekki gefa neitt út um þetta en sagði að opnað yrði formlega með sprengingu á miðvikudaginn þann 17. apríl. En eftir því sem  næst verður komist náðist þessi áfangi í raun í gær og berast heimildir til Bæjarins besta úr öllum áttum þar um. En formleg staðfesting hefur ekki fengist.

DEILA