Dýradekur: gæsla fyrir dýr, einkum hunda

Frá húsnæðinu þar sem dýradekur Sigrúnar Guðmundsdóttur er.

Í vetur opnaði á Ísafirði Sigrún Guðmundsdóttir sérstaka aðstöðu til þess að gæta dýr fyrir eigendur sem þurfa gæslu fyrir heimilisdýrin um tíma. Dýradekur Vestfjarða nefnist fyrirtækið og sinnir þeim  sem þurfa láta gæta gæludýra sinna um lengri eða skemmri tíma. Starfsemin er í sérútbúnu húsnæði við Sindragötu þar sem dýrin hafa svefnpláss og leiksvæði. Segir Sigrún vera góða eftirspurn eftir dýrapössun, sérstaklega fyrir hunda. Hún sér hundunum fyrir rúmgóðu svefnplássi og næringarríkum mat á meðan á dvölinni stendur. Hundarnir fara með Sigrúnu í góðar gönguferðir þrisvar á dag, fá nægan tíma til að leika sér og í lok dvalar fá allir hundar frítt dekur með tilheyrandi baðferð og kembingu. Sigrún segist gefa eigendum kost á að fylgjast með hundunum sínum í gegnum snapschat.

Boðið er líka upp á að gæta annarra dýra sem eru heima hjá eigendum eins og ketti, kanínur og naggrísi.

Á þessum fyrstu mánuðum starfseminnar hefur komið í ljós að þörf er fyrir þessa þjónustu á svæðinu og er Sigrún bjartsýn á framhaldið. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Dýradekur Vestfjarða í síma 6180690. Einnig er Dýradekur Vestfjarða með Facebook síðu þar sem sjá má myndir frá starfseminni og umsagnir viðskiptavina.

 

Einn af hundunum sem hefru verið í gæslu hjá Sigrúnu.
DEILA