Dúfnaregistur

Út er komin bókin Dúfnaregistur Íslands eftir Tuma Kolbeinsson. Um er að ræða alhliða fræðslu- og skemmtirit um dúfur, sögu dúfna á Íslandi og handbók í dúfnarækt.

Þetta er óvenjulegt viðfangsefni og gæt vel höfðað til margra. Í fréttatilkynningu er m.a. velt upp þessum spurningum:

Hefur þú oft velt fyrir þér sögu dúfunnar? Hefurðu kannski aldrei leitt hugann að tengslum dúfunnar og mannsins? Hefur þú ræktað dúfur eða gefið þeim brauðmola á torgum eða almenningsgörð­um, kannski niðri við Tjörn? Þykja þér dúfur ógeðslegar eða gætirðu hugsað þér að hafa þær í matinn?

Þá er Dúfnaregistur Íslands bókin fyrir þig. Hún er allt í senn, sagnfræðirit, félagsfræði­stúdía, ræktunarhandbók og uppspretta áhugaverðra stað­reynda með matreiðsluívafi.

Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur.

DEILA