Drangar: Skipulagsstofnun segir að breytingin sé veruleg

Drangar í Árneshreppi. Mynd : strandir.is

Skipulagsstofnun leggst gegn því að aukin uppbygging á 10 ha svæði í landi Dranga verði meðhöndluð sem óveruleg breyting á aðalskipulagi og segir að með tillöguna verði að fara sem verulega breytingu.  Sveitarstjórn Árneshrepps samþykkti á fundi sínum í fyrradag að  lýsing á deiliskipulagi og breyting á aðalskipulagi verði auglýst.

Þetta þýðir að mun lengri tíma mun taka að fá breytingarnar samþykktar. Ætlun landeigenda er að byggja 14 frístundahús á umræddu svæði. Skipulagsstofnun segir í bréfi til sveitarstjórnar að þessi uppbygging sé hlutfallslega mikil miðað við það sem aðalskipulag gerir ráð fyrir á svæði sem sé viðkvæmt og sérstakt sökum náttúrurfars og friðlýstra fornleifa og vísar til áforma um friðlýsingu jarðarinnar.

Telur Skipulagsstofnun að fjalla verði um umhverfisáhrif fyrirhugaðrar uppbyggingar.

DEILA