Bolungavík: 68 milljóna króna lántaka bæjarins

Bæjarstjórn Bolungavíkur samþykkti á fundi sínum í fyrradag að taka 68 milljón króna lán til 15 ára hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru sett til tryggingar greiðslum.

Í samþykktinni segir að lánið sé tekið til „að fjármagna framkvæmdir við nýjan leikskóla í Bolungarvík ásamt fjármögnun á verkefninu „Brjóturinn – Endurbygging stálþils 2019“ hjá
Bolungarvíkurhöfn, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.“

Var bæjarstjóra veitt heimild til þess að undirrita lánssamninginn.

DEILA