Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúsetu í bæjum og þorpum með færri en 2.000 íbúa.
Könnunin er á vegum Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands og Byggðastofnunar.
Tilgangur könnunarinnar er að auka skilning á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.
Það þarf a.m.k. 30% svörun í viðkomandi byggðarlögum hverjum landshluta og hefur nú þegar náðst 22% á landsvísu.
Enn vantar fleiri svör og eru þeir lesendur Bæjarins besta, sem könnunin á við, hvattir til þess að taka þátt í könnuninni.
Öll hjálp er afar vel þegin – til dæmis með því að hnippa í vini og kunningja í þessum byggðarlögum eða jafnvel deila könnuninni inn á facebook síður einstakra byggðakjarna.
KÖNNUNIN Á ÍSLENSKU: www.byggdir.is
SURVEY IN ENGLISH: www.byggdir.is/english
ANKIETA W JĘZYKU POLSKIM:www.byggdir.is/polski