Björgunarfélag Ísafjarðar 20 ára

Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 31. október 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Slysavarnarfélagið Skutull á Ísafirði var sameinað. Ekki gafst tími til þess í fyrra að fagna 20 ára afmælinu en það verður gert miðvikudagskvöldið 17.apríl í aðdraganda páskanna og er það verðugur viðburður til þess að hefja hina líflegu páskaviku á Ísafirði.

Björgunarfélag Ísafjarðar er geysiöflugt og hefur yfir að ráða björgunarbátnum Gunnari Friuðrikssyni, góðum bílaflota, snjóbíl og vélsleðum, bátahóp, kafarahóp, fjallahóp, fyrstu hjálpar hóp og hundahóp. Formaður er Jóhann Ólafsson.

Afmælishátíðin verður í Edinborgarhúsinu þar sem boðið verður upp á dýrindis fiskihlaðborð með fjölda gómsætra rétta að hætti þeirra Steina og Eiríks:

Grænmetisréttur
Skemmtiatriði
Tónlistaratriði
Bögglauppboð
Flöskuviðburður
Tilboð á barnum á Edinborg

Miðaverð 4500 kr
18 ára aldurstakmark

Miðapantanir eru í tölvupósti bfisar@outlook.com eða í síma 4563866 taka þarf fram nafn og fjölda miða.

DEILA