Birna Hannesdóttir, kennari á Patreksfirði hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskólans á Tálknafirði. Hún er þriðji skólastjórinn sem er ráðinn við skólann á þessu skólaári. Sigurður Örn Leósson skólastjóri varð að láta af störfum í mars síðastliðnum vegna veikinda. Þá tók við til bráðabirgða Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem hafði unnið sem sérfræðingur Tröppu og var ætlað að stýra stefnumótunarvinnu við Tálknafjarðarskóla.
Staðan var auglýst og bárust tvær umsóknir. Sem fyrr segir var Birna Friðbjört S. Hannesdóttir ráðinn. Birna hefur starfað sem kennari á Patreksfirði en frá Bíldudal.
Birna er kennaramenntuð, hefur lokið MLM námi í forystu og stjórnunarfræðum og mun í júní ljúka 30 eininga diplómanámi í stjórnun menntastofnana. Þar að auki hefur hún bakkalárgráðu í ferðamálafræðum með áherslu á stjórnun. Þá segir í kynningu á Birnu á vef Tálknafjarðarhrepps að hún hafi lokið mörgum áhugaverðum námskeiðum er varða skólahald, þar með talið námskeiði í agastjórnun.
Birna hefur þegar hafið störf.