Bestu fiskvinnslufyrirtækjunum útrýmt

Fyrirtækið Toppfiskur var eitt af frumkvölafyrirtækjum/brautryðjandi í útflutningi ferskra fiskflaka frá Íslandi.
Toppfiskur keypti allan sinn fisk á fiskmörkuðum og borgaði hæstu fiskverð sem kom mörgum útgerðum vel sem seldu á fiskmörkuðum En á Íslenskum fiskmörkuðum giltu engar EES leikreglur/samkeppnisreglur – því sum útgerðarfyrirtæki stunduðu það að leigja frá sér aflaheimildir á t.d. 250 kr/kg í þorski þegar hæsta mögulega verð sem hægt var að greiða fyrir þorsk á fiskmarkaði var 240 kr/kg.

Svo notaði útgerðin (fiskvinnsla útgerðarinnar) leigupeningana fyrir kvótann – til að kaupa fiskinn á 241 kr/kg og átti þá eftir 9 kr/kg – í „vasapeninga“. Hráefniskostnaður fiksvinnslu útgerðarinnar var þá 0 kr + „vasapeningar“.

Hráefniskostnaður hjá Toppfiski og fleiri slíkum fyrirtækjum – var á einhverju tímabilinu 70-75% af veltu (240 kr/kg) – en útgerð sem leigði frá sér fékk þá hráefnið fyrir 0 kr/kg + 9 kr/kg í „vasapeninga.

Hvernig átti Toppfiskur – og fleiri fiskvinnslufyrirtæik – án aflaheimilda að keppa við þetta? HVERNIG !!?

Fleiri en einn aðili leitaði til Samkeppnisstofnunar, en allt kom fyrir ekki. Alltaf voru fundnar einhverjar afsakanir til að koma EKKI á eðlilegri samkeppni í á fiskmörkuðum – eða viðskiptum með aflaheimildir. Engar samkeppnisreglur voru heldur innleiddar í frjálsum viðskiptum með fiskkaup milli óskyldra aðila. Árum saman var/er enn notuð „tonn á móti tonni“ aðferðin og borgað þá hálfvirði fyrir fiskinn og mismunuurinn þá í raun „svört viðskipti“ – framkvæmd með aðstoð Fiskistofu. Engir reikningar fyrir hálfvirði aflans – (tonn móti tonni aðferðin) og ekkert VSK. Fiskistofa hefur millifært aflaheimildir milli óskyldra kennitalna í áratugi – (í nótulausum viðskiptum) og enginn þorir að segja neitt – hvað þá gera eitthvað í málinu. Þeir sem segja eitthvað í svona tilfellum eru flestir settir á „svarta listann“ og þeir „verstu“ á þann rauða….

Mafían á Sikiley yrði hrifin ef hún vissi um „svörtu deildina“ hjá Fiskistofu, (myndu sennilega míga á sig af hrifningu).
Svínaríið hélt svo bara áfram – og heldur enn áfram. Bestu fiskvinnslufyrirtækin með mestu framleiðnina í fiskvinnslu (hæsta ávinninginn fyrir þjóðarbúskapinn) eru nú flest komin yfir „móðunna miklu“.

Einhver góður rithöfundur þarf að skrifa bók um þessa sögu og hvernig bestu fiskvinnslufyrirtækjunum var útrýmt, – og hvernig Fiskistofa aðstoðar við „svört nótulaus viðskipti“ milli óskyldra kennitalna.

Stjórnmálamenn vildu ekki/þorðu ekki – að setja eðlilegar samkeppnisreglur um hvernig mætti EKKI – fénýta aflaheimildir.

Og nú er Toppfiskur allur.

Kristinn Pétursson

DEILA