Vesturbyggð: ljósleiðaraframkvæmdir fyrir 83 milljónir króna

Látrabjarg. Mynd: Westfjords.is

Í Vesturbyggð verða 36 staðir tengir með ljósleiðara á þessu ári og fram til 2021. Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbyggð er heildarkostnaður áætlaður um 83 milljónir króna.  Fjarskiptasjóður mun leggja fram nærri 39 milljónir króna. Sérstakur byggðastyrkur verður 5 milljónir króna og sveitarfélagið mun greiða það sem eftir stendur eftir að heimtaugagjöld hafa verið innheimt, sem gæti orðið allt að 38 milljónir króna.

Arnarfjörður á þessu ári

Á þessu ári eru tvö verkefni áætlun, bæði í Arnarfirði. Annað er Bíldudalur – Foss. Það kostar 16 milljónir króna og 4 staðir verðir tengdir.  Hitt er Bíldudalur – Grænahlíð sem kostar 10 milljónir króna og 2 staðir verða tengdir með ljósleiðara. Til þessarra tveggja verkefni hefur fengist 5 milljóna króna byggðastyrkur frá Samgönguráðuneytinu og nærri 10 milljónir króna úr Fjarðskiptasjóði. Þeir sem fá tengingu greiða heimtaugagjöld og Vesturbyggð greiðir það sem eftir stendur. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að setja 12 milljónir króna á þessu ári til þessarar verkefna.

Látrabjarg 2020 og 2021

Þriðja verekfnið í þessu ljósleiðaraflokki er Látrabjarg. Ljósleiðari verður lagður um sveitir út að Látrabjargi. Heildar kostnaður er 57 miljónir króna til þess að tengja 30 styrkhæfa staði. Til þessa verkefnis fást 29 milljónir króna frá Fjárskiptasjóði. Síðan bætast við tengigjöld og mismuninn greiðir bæjarsjóður Vesturbyggðar. Bæjarráð vesturbyggðar leggur til við bæjarstjórn að settar verði 26 milljónir til verksins á þessum tveimur árum.

 

 

DEILA