Vestri deildarmeistarar í 1. deild karla í blaki

Síðustu leikirnir voru um helgina í 1. deildinni í blaki. Karlalið Vestra lék við HK úr Kópavogi og hafði sigur í þremur hrinum en Kópavogsmenn unnu eina hrinu. lið Vestra varð efst í 1. deildinni með 39 stig og fékk afhent verðlaunin á laugardaginn.

Kvennalið Vestra tapaði fyrir B liði Aftureldingar í Mosfellsbæ og liði Ýmis og endaði í 4. sæti í 1. deild kvenna með 15 stig.

DEILA