Vestfirðingar í málþingi um áhættumat erfðablöndunar

Kristján þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til málþings um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi, fimmtudaginn 14. mars kl. 9:00. Málþingið fer fram í fyrirlestrasal á 1. hæð í Sjávarútvegshúsinu að Skúlagötu 4.

Í pallborðsumræðum verða meðal annarra þrír Vestfirðingar. Það eru þau Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, Lilja Rfaney Magnúsdóttir, alþm og formaður atvinnuveganefndar Alþingis og Albertína f. Elíasdóttir alþm. og 1. varaformaður sömu nefndar.

Í tilkynningu frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir eftirfarandi:

Hafrannsóknastofnun gaf áhættumatið fyrst út í júlí 2017. Ráðherra lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest og jafnframt að það verði tekið til endurskoðunar í sumar. Á málþinginu verður farið yfir áhættumatið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd verða næstu skref í þróun þess.

Dagskráin er með eftirfarandi hætti:

  • 09:00: Opnun málþings. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
  • 09:10: Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun og einn höfunda áhættumatsins
  • 09:25: Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
  • 09.35: Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga
  • 09.45-10:30: Pallborðsumræður.
    • Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður og 1. varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ
    • Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund
    • Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
    • Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar og einn höfunda áhættumatsins
DEILA