Tveir fastir á Hrafnseyrarheiði í kvöld

Hrfanseyrarheiði. Mynd: Vegagerðin.

Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum í kvöld vegna tveggja strandaglópa á Hrafnseyrarheiði. Þeir komast ekki leiðar sinnar vegna snjóflóða, um er að ræða tvo aðila á einum bíl sem óskuðu eftir aðstoð að því er virðist vegna þess að þeir urðu innlyksa eftir að flóð féll á veginn, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

 

Nákvæm staðsetning er ekki þekkt en björgunarsveitafólk er á leiðinni á svæðið. Þó nokkuð er af snjóflóðum þar og því getur verið varasamt að fara um veginn.

DEILA