Tengipunktur í Ísafjarðardjúpi – skýrist í næstu viku

Mýrárvirkjun Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Í Kerfisáætlun Landsnets fyrir 2018 – 2017 er fjallað um önnur verkefni í skoðun og þar er segir um afhendingarstað í Ísafjarðardjúpi:

„Landsnet hefur til skoðunar nýjan afhendingarstað í botni Ísafjarðardjúps í tengslum við virkjanaáform á svæðinu. Hvalárvirkjun er nú þegar í nýtingarflokki rammaáætlunar og fjölmargir aðrir virkjanakostir á svæðinu eru í skoðun, svo sem Skúfnavötn og Austurgil. Ef einhver af þessum áformum verða að veruleika er ljóst að flytja þarf orkuna inn á flutningskerfi Landsnets og eru möguleikar það varðandi til skoðunar.“

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets sagði í samtali við Bæjarins besta í dag að  von væri á fréttum um þetta mál um miðja næstu viku.

Bæjarins besta hefur heimildir fyrir því að undanfarna mánuði hafi verið unnið af hálfu stjórnvalda að ákvörðunartöku um tengipunkt í Ísafjarðardjúpi.

DEILA