Súðavík: Bragi Þór Thoroddsen ráðinn sveitarstjóri

Á fundi hrepspnefndar Súðavíkur á föstudaginn var Bragi Þór Thoroddsen ráðinn sveitarstjóri að undangenginni auglýsingu og ráðningarferli sem Hagvangur var fengið til að stýra.

Eftirfarandi er bókað í fundargerð:

Ráðning sveitarstjóra. Að beiðni oddvita tók sveitarstjóri saman lýsingu á ráðningarferli
sveitarstjórnar sem finna má í skýrslu sveitarstjóra.
Á aukafundi sveitarstjórnar, 2. mars, þar sem ráðning sveitarstjórnar var til umræðu var lögð fram tillaga frá Samúel Kristjánssyni um að atkvæðagreiðsla um ráðningu sveitarstjóra skyldi vera leynileg. Tillöguna samþykktu Samúel Kristjánsson, Elsa Borgarsdóttir og Karl
Guðmundur Kjartansson. Steinn Ingi Kjartansson og Elín Gylfadóttir greiddu atkvæði á móti
tillögunni. Tillagan var því samþykkt og fer því fram undir þessum lið leynileg atkvæðagreiðsla milli þriggja umsækjenda um stöðu sveitarstjóra.

Oddviti Steinn Ingi Kjartansson óskar eftir að bóka eftirfarandi:

Yfirlýsing á 11. fundi hreppsnefndar Súðavíkurhrepps haldinn föstudaginn 8. mars 2019:
Á aukafundi Hreppsnefndar haldinn 2 mars 2019, er bókað að ég undirritaður hygðist á næsta hreppsnefndarfundi leggja fram tillögu um að hæfasti umsækjandinn að mati Hagvangs um starf sveitarstjóra, Kristinn H. Gunnarsson, yrði ráðinn næsti sveitarstjóri.
Í ljósi þess að meirihluti hreppsnefndarmanna ákvað á fundinum 2. mars að tilhögun á
kosningunni í dag skuli vera leynileg kosning á milli þeirra þriggja umsækjenda sem
Hagvangur skilgreinir sem þrjá hæfustu, en ekki bundið við tillögu eins og ég var með í huga, þá dreg ég boðaða tillögu til baka, en árétta um leið að afstaða mín um hvern umsækjandann ég tel hæfastan er óbreytt og hvet um leið sveitarstjórnarmenn að fylgja niðurstöðu Hagvangs, sem er sérstaklega faglega unnin, greindi ítarlega hverja umsókn og telst vera sérfræðilegt niðurstaða.

Elín Gylfadóttir bókar eftirfarandi:

Með vísan í bókun oddvita þá vil ég gera grein fyrir mínu atkvæði á þann veg að ég mun fylgja niðurstöðu Hagvangs um þann einstakling sem Hagvangur telur hæfastan í starfið.

Kosið er um þrjá efstu umsækjendurna að mati Hagvangs. Þeir eru í stafrófsröð:
o Björn Lárusson
o Bragi Þór Thoroddsen
o Kristinn H. Gunnarsson

Atkvæði fóru sem hér segir:

Bragi Thoroddsen fékk þrjú atkvæði.
Kristinn H. Gunnarsson fékk tvö atkvæði.

Meirihluti sveitarstjórnar, með þremur atkvæðum, samþykkir þar af leiðandi að ganga til
samninga við Braga Þór Thoroddssen um starf sveitarstjóra.

Sveitarstjórn felur oddvita að ganga til samninga við Braga Þór og leggja undir sveitarstjórn.

Mætt voru Elín Gylfadóttir í forföllum Guðbjargar Bergmundsdóttur, Steinn
Ingi Kjartansson, Samúel Kristjánsson, Karl Guðmundur Kjartansson og Elsa
Borgarsdóttir.
Pétur G. Markan, sveitarstjóri, ritaði fundargerð.

DEILA