Skipulagsstofnun sendi Reykhólahreppi í gær umsögn sína um þær aðalskipulagsbreytingar sem sveitarstjórn hefur samþykkt að auglýsa vegna vegagerðar samkvæmt Þ-H leið.
Skipuæagsstofnun gerir nokkrar athugasemdir og vill að við þeim verði brugðist áður en tillagan fer í auglýsingu. Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri sagði í samtali við Bæjarins besta að það verði fundur í sveitarstjórn í dag og að hann teldi rétt að afgreiða erindi Skipulagsstofnunar áður en lengra verði haldið.
Skipuagsstofnun segir í bréfi sínu að hún geri ekki athugasemdir við að tillagan fari í auglýsingu að teknu tilliti til athugasemda sinna. Verði auglýsingin birt áður vill Skipulagsstofnun að athugasemdir sínar verði birtar með tillögunni á auglýsingatíma.
Sveitarstjórnin samþykkti þann 22. janúar að „Reykhólahreppur auglýsi áður framkomna
aðalskipulagsbreytingu (1708019) í B-deild stjórnartíðinda.“ og á fundi sínum þann 19. febrúar var samþykkt að „auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.“
Umsögn Skipulagsstofnunar liggur nú fyrir og eru gerar einar sex athugasemdir.
Vill stofnunin að vísað verði sérstaklega til 61. greinar laga um náttúrurvernd þar sem kveðið er á um vernd birkiskóga og votlendis og skýrt hvernig ákvörðun um að fara Þ-H leið samrýmist markmiðum þeirra lagagreinar. Þá vill stofnunin að lýst verði útfærlsum á brúm og brúaropum. Ennfremur vill Skipulagsstofnun að gerð verði grein fyrir þeim rannsóknum á náttúrurfari sem fram hafa farið eftir á mati á umhverfisáhrifum lauk í mars 2017 og hvernig þær rannsóknir hafi haft áhrif á útfærslu vegarins eða aðra þætti framkvæmdarinnar. Loks fer Skipulagsstofnun fram á að lýst verði þeim mótvægisáhrifum sem grípa á til þar sem ákvörðum um veglínu liggi nú fyrir. Nokkrar fleiri athugasemdir eru gerðar við tillögunar og greinargerpð með henni af hálfu Skipulagsstofnunar.
Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni sagði að farið yrði yfir bréf Skipulagsstofnunar og vildi ekki tjá sig frekar um innihald þess fyrr en að því loknu.