Reykhólar samþykkja breytingar Skipulagsstofnunar

Reykhólar. Mynd: Ása Björg Stefánsdóttir.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps tók fyrir athugasemdir  Skipulagsstofnunar við aðalskipulagsbreytingum sem gera þarf vegna Þ-H leiðarinnar.

Sveitarstjóra var falið í samráði við Vegagerðina og Alta að lagfæra tillgöguna í samræmi við fram komnar athugasemdir Skipulagstofnunar og síðan verði tillagan auglýst.

Ingimar Ingimarsson  og Karl Kristjánsson sátu hjá við afgreiðslu málsins, sem samþykkt var með atkvæðum  Árnýjar Huldar Haraldsdóttur, Jóhönnu Ösp Einarsdóttur og Emblu Daggar B. Jóhannsdóttur.

DEILA