Landsnet: ákvörðun um tengipunkt í Djúpinu nálgast

Mynd 10 úr skýrslunni. MYND 10 Tenging Hvalárvirkjunar um tengipunkt í Kollafjörð og tenging úr tengipunkti til Ísafjarðar (ótiltæki og tíðni).

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets segir að formleg beiðni um að hefja skipulagsferli vegna væntanlegs tengispunktar í Ísafjarðardjúpi  verði send viðkomandi sveitarfélögum á næstunni.

Landsnet hélt á miðvikudaginn á Hólmavík samráðsfund með sveitarfélögunum Strandabyggð, Árneshreppi og Kaldrananeshreppi um skipulagsmál vegna mögulegra staðsetningar á tengipunktinum og lagnaleiðum  í Ísafjarðardjúpi. Fulltrúar Reykhólahrepps voru boðaðir líka en komust ekki.

Ný skýrsla væntanleg um tengipunkt og Hvalárvirkjun

„Í gær kynntum við fyrir sveitarstjórnarfólkinu á svæðinu mögulega línuleiðir frá Kollafriði að tengipunkti í Djúpi – eftir vinsun eru nú einkum til umræðu þrír staðir fyrir tengipunkt, þ.e. Langidalur, Lágidalur eða Miðdalur, sem kerfislega koma allir til greina, en umfjöllun í skipulagsferli sem framundan er mun nánar greina kosti þeirra og galla.  Formleg beiðni um að hefja skipulagsferlið verður send viðkomandi sveitarfélögum á næstunni“ sagði  Steinunn í svari sínu til Bæjarins besta í gærdag.

Steinunn segir að skýrslan um afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum hafi verið innlegg í þessa umræðu og strax í næstu viku „kemur önnur skýrsla– kerfisgreining vegna tengipunktar í Ísafjarðardjúpi og tenging Hvalárvirkjunar“.

Verkefnaráð

„Á fundinum var meðal annars lagt til að það verði stofnað verkefnaráð um framkvæmdina með helstu hagsmunaaðilum á svæðinu.  Verkefnaráð eins og þetta hefur reynst okkur vel í öðrum framkvæmdum á okkar vegum og skapað meiri sátt og samtal. Reiknað er með að fyrsti fundur í nýju verkefnaráði verði í maí.“

Miðað við 2023

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps.

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps  sótti fundinn og var ánægð með samráðið og það sem fram kom á fundinum. Hún segir að fram hafi komið að landsnet hafi þegar talað við marga landeigendur og aðra hagsmunaaðila eins og veiðifélög. Evu leist vel á verkefnaráðin og sagði að þar gæti átt sér gott samtal um verkefnið. Greinilegt væri að sögn Evu að Landsnet væri að nálgast ákvörðun um tengipunkt og sagði að miðað væri við árið 2023.

 

 

DEILA