Stefanía Ásmundsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Bolungavíkur segir að það hafi verið kominn tími á breytingar, aðspurð um ástæður þess að hún hefur sagt upp starfi sínu. Hún segir að uppsögnin miðist við 1. maí og uppsagnarfrestur þaðan í frá sé þrír mánuðir þannig að hún mun starfa út skólaárið.
Stefanía segir að ekkert sé fast í hendi þegar innt er eftir því hvað hún hyggist taka sér fyrir hendur, en staðfestir að það hafi átt sér stað viðræður um að hún taki við starfi Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, sem er að fara í leyfi.