Ísafjarðabæ samþykkti ekki reglurnar

Bolungavík nyrðri.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ segir að sveitarfélagið hafi ekki samþykkt nýju reglurnar um umgengni og dvöl í friðlandinu á Hornströndum. Hann var spurður að því hvort Ísafjarðarbær hafi samþykkt reglurnar og ef svo er hvar innan bæjarins samþykkið var fengið.

Guðmundur segir að bærinn hafi tilnefndt tvo fulltrúa í samstarfshóp um reglurnar. Það hafi verið Gauti Geirsson og Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri. Síðan hafi Guðmundur tekið við af Gísla Halldór eftir bæjarstjóraskiptin á síðastliðnu sumri.

Guðmundur bendir á að drög að stjórnunar- og verndaráætlun hafi verið tekin fyrir á

501. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar 27. júní 2018 og 1022. fundi bæjarráðs 2. júlí 2018 og voru gerðar umsagnir við drögin.

Skipulags- og mannvirkjanefndin bókaði að hún teldi að útfæra þurfi kafla 3.12 svo hann sé í samræmi við alþjóðasiglingareglur IMO, einnig verði að útfæra nánar fjöldatakmarkanir ferðamanna á svæðinu. Bæjarráð afgreiddi málið með þeim orðum að það tæki undir bókun nefndarinnar.

Ekki kemur fram í bókuninni hvaða atriði þurfi að útfæra varðandi siglingareglurnar né heldur  hvað varðandi fjöldatakmarkanir ferðamanna útfæra þurfi nánar.

Í drögunum eru tillögurnar svona:

  1. Svæði A – aðeins heimilt að fara með hópa 30 manns eða færri
  2. Svæði B – aðeins heimilt að fara með 15 manns eða færri
  3. Miðfell – aðeins heimilt að fara með hópa 10 manns eða færri.

Í endanlegu reglunum  virðast töluliðir 1 og 2 vera óbreyttir en töluliður 3 hefur verið felldur niður.

 

DEILA