IceFish styrkir tvo afbragðsnemendur

Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar afhenti tveimur nemendum við Fisktækniskóla Íslands veglega námstyrki við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum í gær.

Sólveig Dröfn Símonardóttir frá Bíldudal , nemi í Gæðastjórnun við Fisktækniskóla Íslands, og Þorgeir Kristján Eyber, nemi í Fiskeldi við Fisktækniskóla Íslands, hlutu í gær tvo veglega námsstyrki úr IceFish-menntasjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar. Hvor styrkur er upp á 500 þúsund krónur.

Marianne sagði við þetta tækifæri:  „Í sjávarútvegi og tengdum greinum eru að skapast fjölmörg ný störf samfara auknum rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun, og menntun og menntastefna hlýtur ávallt að horfa til þess sem hæst ber í þeim efnum. Námsstyrkirnir úr IceFish-sjóðnum örva nemendur til að skara fram úr og ná árangri í sínum fögum og þeim ber að fagna.“

DEILA