Hörður 6. fl: Þrisvar sinnum deildameistarar í vetur

Lið Harðar í 6. flokki drengja.

Lið Harðar á Ísafirði í sjötta flokki drengja handknattleik náði þeim einstæða árangri að vinna sig upp úr 4. deild í sínum aldurflokki upp í 1. deild á þremur mótum í vetur.

Lið Harðar var í 42. sæti á styrkleikaflokki síns aldursflokks en mun væntanlega verða í 5. sæta þegar næsti styrkleikalisti verður gefinn út.

Síðasta mót vetrarins hjá þeim er í byrjun maí gegn 5 bestu liðum landsins. Strákarnir eru að megninu til fæddir árið 2008. Þeir hafa á undanförnum árum lagt mikið á sig við æfingar og eru nú að uppskera í samræmi við það.

Forráðamenn Harðar segjast ekki vita  ekki til þess að neitt lið hafi áður orðið deildarmeistari þrisvar sama veturinn og eru afskaplega stoltir af strákunum.

Fyrsta mótið í vetur var í nóvember og kepptu Harðverjar þá í 4.deild. Þeir unnu þá deild örugglega á Hlíðarenda á móti sem Valsmenn héldu. Í febrúar var farið á mót sem Fylkir hélt og þá voru Harðverjar komnir í 3. deild..  Aftur komu okkar menn á óvart og unnu öruggan sigur og því var hlutskipti þeirra að keppa í 2. deild (og þeirri næst efstu) á móti sem Handknattleiksdeild Fram hélt núna um helgina.

Þar gekk Herði vel. Mætti Fram í fyrsta leik og gerðu jafntefli þar sem Fram náði að skora rétt fyrir leikslok. Í öðrum leik var Þór Akureyri lagður örugglega að velli. Í þriðja leik vann Hörður Hauka úr Hafnarfirði og í lokaleiknum voru Gróttupiltar teknir í bakaríið og vann Hörður 11:4. Hafði Hörður sigur í riðlnum með betri markatölu sem Fram liðið sem það gerði jafntefli við í fyrsta leik.

Þetta er glæsilegur árangur hjá drengjunum ungu í Herði á Ísafirði.

DEILA