Grunnskólinn á Ísafirði: mynglan alvarlegri en talið var

Komið er í ljós að myglan sem uppgötvaðist í húsnæði Grunnskólans á Ísafirði er alvarlegri en fyrst var talið. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir að nú sé ljóst að ekki verði kennt í stofunum, sem lokað hafði verið, fyrr en í fyrsta lagi í haust.

Í bréfi sem sent var til foreldra segir að „sýni sem tekin voru úr öllum stofum í austurálmu skólans, gamla gagnfræðiskólanum, komu ekki eins vel út og við vorum að vona og reyndist mygla í sýnum frá báðum hæðum álmunnar. Við minnum á að álman hefur þegar verið rýmd og fyrstu dagana verða óbreyttar bráðabirgðaráðstafanir til að koma börnunum fyrir, en þar sem vandinn virðist vera nokkuð umfangsmikill þá leitum við annarra lausna til lengri tíma“

Guðmundur segir í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að Vverið sé að meta umfang þeirra framkvæmda sem þarf að ráðast í. „Munum vinna áfram með lausnamiðuðu starfsfólki skólans og einbeita okkur að því að halda uppi kennslu og skólastarfi. Nú leggjast allir á eitt því við vitum að þannig látum við dæmið ganga upp. „

DEILA