Grólind- ástand gróður og jarðvegs_fundir á Vestfjörðum

Gróling - Áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi.

Árið 2017 hófst samstarfsverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda, Landgræðslunnar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Bændasamtaka Íslands um að vakta og meta ástand gróður- og jarðvegsauðlinda landsins. Verkefnið fékk nafnið GróLind og er markmið þess að gera reglulega heildarmat á ástandi gróður- og jarðvegsauðlinda landsins og þróa sjálfbærnivísa fyrir nýtingu auðlindanna.

Dagleg umsjón verkefnisins er í höndum Landgræðslunnar en einnig er starfandi fimm manna faghópur undir forystu Landssamtaka sauðfjárbænda, verkefnið er fjármagnað til 10 ára í gegnum búvörusamningana. Á fyrstu tveimur árum verkefnisins hefur verið unnið að þróun og skipulagi þess m.a. að ákvarða hvaða breytur skuli vakta, velja gögn og aðferðir til að meta ástand á auðlindunum og byggja upp samstarfsnet verkefnisins. Einnig hefur verið unnið að kortlagningu beitilanda á landsvísu og atferli sauðfjár á afréttum kannað með staðsetningartækjum.

Gott samstarfi við alla hagsmunaaðila, m.a. bændur og aðra landnotendur, stjórnir fjallskilamála, sveitarfélög, háskóla, opinberar stofnanir og fyrirtæki er grunnurinn að því að GróLind verði árangursríkt verkefni. Með góðu samstarfi er tryggt að verkefnið nýtist sem best til að bæta landnotkun; það sé byggt á traustum vísindalegum grunni og unnið á skilvirkan hátt.

Nú á vormánuðum mun GróLind halda kynningar- og samráðsfundi um land allt. Á fundunum verður verkefnið kynnt og kallað eftir hugmyndum og athugasemdum um framkvæmd og þróun þess.

Fyrstu fundirnir verða haldnir á Vesturlandi og á Vestfjörðum dagana 12. til 16. mars og vonast starfsfólk Landgræðslunnar til að heimafólk sjái sér fært að mæta og taka þátt í þróun verkefnisins.

Á Vestfjörðum verður fundur á Sævangi:

Laugardagur 16. mars, kl 10:00 – Sauðfjársetrið á Ströndum.

Laugardagur 16. mars kl 17:00  – Holt í Önundarfirði.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.grolind.is, einnig er hægt er að senda fyrirspurnir eða athugasemdir um verkefnið á grolind@land.is.

DEILA