Greiðslumark í mjólk innleyst fyrir 100 kr ltr. Mikil eftirspurn.

Mynd: Bændablaðið.

Matvælastofnun hefur innleyst rúmlega 60 þúsund líta af greiðslumarki fyrir mjólk. Er verðið 100 kr fyrir hvern lítra mjólkur og innlausnarverðið því um 6 milljónir króna.

Það voru tvö bú sem seldu greiðslumarkið sitt en eftirspurnin er langtum meiri. Samtals 99 framleiðendur vildu kaupa greiðslumark á þessu verði fyrir 9,5 milljón lítra. Er eftirspurnin því 150 sinnum meiri en framboðið.

Innleystu greiðslumarki er ráðstafað á innlausnarverði til framleiðenda eftir ákveðnum reglum þar sem nýliðar hafa ákveðinn forgang.

Heildargreiðslumarkið í mjólk er um 105 milljónir lítra á ári.

Verðið er í raun núvirtur styrkur ríkisins til framleiðslu á mjólk út samningstíma núverandi búvörusamnings, sem er til 2026. Margir mjólkurframleiðendur hafa lagt í fjárfestingu í fjósi og öðru sem varðar aukna franleiðslu og vilja komast yfir meira greiðslumark. Eru þeir greinilega reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir greiðslumarkið en það sem ákvarðað er.

DEILA