Fiskeldi á Íslandi – upplýsingafundur

Fulltrúar Stangveiðifélags Reykjavíkur. Jón Þór Ólason formaður félagsins í forgrunni.

Í morgun var haldinn í Reykjavík fyrir fjölmiðla upplýsingafundur um fiskeldi. Voru það fiskeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Fisch sem stóðu fyrir fundinum og fengu þrjá vísindamenn til þess að ræða um áhættumatslíkanið sem meta á hættu  á erfðablöndun milli villts lax og eldislax. Auk fjölmiðla var fulltrúum stangveiðifélaga boðið á fundinn.

Frummælendur voru dr. Þorleifur Ágústsson, Chief Scientist hjá NORCE í Noregi sem er rannsóknarstofnun með um 1000 manns í vinnu,  dr. Þorleifur Eiríksson, dýraffræðingur, framkvæmdastjóri RORUM ehf ráðgjafarfyrirtæki og dr. Ólafur I. Sigurgeirsson, aðstoðarprófessor við Háskóla Íslands í fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Þorleifur Ágústsson.

Þorleifur Ágústsson sagði frá norska áhættumatinu. Það hefur verið unnið síðan 2011 og er samkvæmt frásögn Þorleifs heildstætt mat á laxeldi og áhrifum þess á allt frá genum til umhverfisins. Koma margar stofnanir að matinu, svo sem Fiskistofa og MAST þeirra Norðmanna. Áhættumatið er fyrst og fremst samstarfsverkefni, sagði Þorleifur og nær til sleppinga, sjúkdóma, dýravelferðar og villtra laxastofna.

Þorleifur Ágústsson lagði áherslu á að það yrði að vera samtal á milli aðila þar sem markmiðið væri að minnka áhættu og finna ásættanlega niðurstöðu. Það væri ekki um það að ræða að koma í veg fyrir laxeldi í sjó né að tortíma villtum laxastofnum.

Áhættumat Hafrannsóknarstofnunar væri gott fyrsta skref en það þyrfti að stíga varlega til jarðar því það væri ekki gott ef „barnið deyr í fæðingu“  Það sem gera þyrfti væri að búa til alvöru áhættumat sem yrði alvöru verkfæri því það „þýðir ekki að veifa einhverju sem enginn veit til hvers á að nota.“

Þorleifur Eiríksson.

Dr Þorleifur Eiríksson fjallaði um úrgang frá fiskeldisstöðvum og vistfræðilegt fótspor þeirra. Kom fram hjá honum að úrgangur frá kvíuunum hefði áhrif á lífríkið undir þeim og fækkaði tegundum, en áhrifin væru fljót að dvína og í um 150 metra fjárlægð væri áhrifin alveg horfin. Ráðið til þess að vinna á þeim óæskilegum áhrifum sem verða undir kvíunum væri að færa kvíarnar úr stað reglulega og hvíla svæðin í hæfilegan tíma. Rannsóknir sýndu að þá næðu svæðin aftur fyrri tegundafjölbreytni og jöfnuðu sig að öðru leyti.

 

DEILA