dr. Einar Sigurbjörnsson jarðsunginn í dag

dr. Einar Sigurbjörnsson.

Á síðu Vestfjarðaprófastdæmis er dr Einars Sigurbjörnssonar minnst þessum orðum.

Dr. Einar Sigurbjörnsson verður jarðsunginn í dag, miðvikudaginn 6. mars 2019 frá Dómkirkjunni í Reykjavík.
Dr. Einar var fæddur í Reykjavík þann 6. maí 1944. Hann andaðist á Vífilsstöðum 20. febrúar s.l. Hann var sonur Sigurbjörns Einarssonar biskups og Magneu Þorkelsdóttir, húsfreyja.
Dr. Einar var kvæntur Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, sem var  sóknarprestur á Þingeyri frá 1996 til 2011. Sr. Guðrúnu Eddu og börnum þeirra Einars er vottuð samúð.
Dr. Einar Sigurðbjörnsson kenndi lengi trúfræði við Háskóla Íslands. Auk þess sinnti hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna.

DEILA