Bolungavík : býðst 3.440.000 kr styrkur vegna Ísland ljóstengt 2019

Bolungavík. Mynd:Kristinn H. Gunnarsson.

Fjarskiptasjóður hefur boðið Bolungarvíkurkaupstað styrk á þessu ári að fjárhæð 3.440.000 kr vegna átaksins ísland ljóstengt. Er tilboðið byggt á umsókn frá kaupstaðnum sem gerir ráð fyrir að tengja 11 staði og að kostnaðurinn gæti orðið 11.765.000 kr. Framlag sveitarfélags/íbúa gæti orðið 6 milljónir króna og framlag annarra 1.415.000 kr.

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri segir að nú sé unnið að því að útfæra málið með samstarfsaðilum og væntanlegum notendum og gæti kostnaðartölur tekið breytingum. Stefnt er að því að leggja niðurstöðuna fyrir bæjarráðsfund í þessari viku.

 

DEILA