Áhættu- og umhverfismat fyrir sjávarþorpin

Níels Ársælsson.

Það er komin tími til að stjórnvöld láti fara fram áhættumat / umhverfismat – á því, – hvaða ógnun, fiskistofnum þjóðarinnar standi af frjálsum krókaveiðum báta undir t.d. 12 metrum.

Það er tæplega hægt að ímynda sér að slíkt „fræðilegt hugarflug“ sé til, að fiskistofnum þjóðarinnar stafi einhver ógn af frjálsum krókaveiðum báta undir 12 metrum.

Stjórnarskrá lýðveldisins er ætlað að VERNDA borgara sjávarbyggða gegn því ofríki sem ríkt hefur í smærri sjávarbyggðum undanfarna áratugi.

Íbúar sjávarbyggða eiga kröfu á að mannréttindi þeirra séu virt, – og að nú fari loksins fram faglegt áhættumat af því hvaða ógnun fiskistofnum stafi af frjálsum krókaveiðum smábáta undir 12 metrum.

Ef engin fagleg ógnun finnst – við slíkt faglegt áhættu/umhverfismat – þá heimilar stjórnarskrá lýðveldisins ekki að stjórnvöld hérlendis haldi áfram eyðileggingarstefnu þeirri sem ríkt hefur í smærri sjávarbyggðum á Íslandi síðustu áratugi.

Níels A. Ársælsson skipstjóri
Skógum
460 Tálknafirði

DEILA