9,4% erlendra ferðamann kom til Vestfjarða

Samkvæmt nýútkominni könnun Ferðamálastofu heimsóttu Vestfirði 9,4% erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á síðasta ári. Það ár eru erlendir ferðamenn taldir hafa verið 2,3 milljónir. Ánægja þeirr með heimsóknina til Vestfjarða var aðeins í meðallagi miðað við  ánægju af heimsókn í aðra landshluta. Vestfirðir fengu einkunnina 4,49 á fimm punkta kvarða og eru í fjórða sæti af átta. Meiri ánægja var með dvölina á Suðurlandi, Norðurlandi og Vesturlandi en á Vestfjörðum. Suðurland fékk hæstu einkunnina 4,81.

Ekki kemur fram í könnuninni hvaða atriði mikil ánægja var með og hvað olli minni ánægju.

Langfæstir erlendir ferðamenn komu til Vestfjarða af öllum landshlutum. Næst lægst var hlutfallið á Austurlandi 23,2% sem er langleiðina í þrefaldur fjöldinn sem kom til Vestfjarða.

Meðalútgjöld erlendu ferðamannannna sem komu að sumri til voru 238 þúsund krónur. Könnunin náði til ferðamanna sem fóru um Keflavíkurflugvöll.

Bandaríkjamenn voru langfjölmennastur eða nær 30%. Bretar voru næstir en 12,6% erlendu ferðamannanna voru breskir.

DEILA