Vinstri græn eru 20 ára í dag

20 ár eru í dag frá stofnfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík. Og það eru tveir dagar fram að afmælisveislu hreyfingarinnar sem fram fer á Grand Hótel í Reykjavík um helgina.  Árnaðaróskum rignir nú yfir forystu og starfsfólk VG, þar sem félagar hreyfingarinnar óska hreyfingunni langrar og bjartrar framtíðar.  Fyrsti formaður VG var Steingrímur J. Sigfússon, nú forseti Alþingis og núverandi formaður er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.  Á annað hundrað manns hafa boðað komu sína í afmæli VG. Upplýsingar um afmælisfögnuðinn og flokksráðsfund má finna hér á heimasíðunni og á samskiptamiðlum.

Hér má sjá brot úr gamalli fundargerð frá því flokkurinn var á barnsaldri, árið 2003. Nú sextán árum síðar er Bjarni formaður umrædds sveitarstjórnarráðs, eftir glæstan kosningasigur í sveitarstjórnarkosningunum í fyrravor.

·      Ársæll Guðmundsson fjallaði um sérstöðu VG í Skagafirði og lýsti eftir áhuga flokksforystunnar á því sem þar hefur verið að gerast. Þá hvatti hann til þess að stofnað yrði sveitarstjórnarráð innan hreyfingarinnar.

·      Bjarni Jónsson fjallaði einnig um sveitarstjórnarmál og minnti á að þar verða kosningar eftir 2 ár og tók undir þörfina fyrir samaráðsvettvang innan flokksins. ….. Þá bauð hann þeim sem hefðu áhuga á að ræða sveitarstjórnarmál til fundar í Skagafirði.

 

DEILA