Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í fyrradag

Íslenski hópurinn á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar.

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar er nú haldin í fjórtánda sinn, að þessu sinni í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Setningarhátíð leikanna fór fram í fyrrakvöld og lokahátíð leikanna fer fram kvöldið 16. febrúar. Aron Máni Sverrisson, keppandi í alpagreinum, var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Keppnisgreinar á leikunum eru alpagreinar, skíðaskotfimi, skíðaganga, íshokkí, skautahlaup, listskautar, krulla og snjóbrettagreinar.

Af þrettán keppendum eru tveir frá Ísafirði. Það eru þeir Jakob Daníelsson og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir sem keppa bæði í skíðagöngu. Þjálfari skíðagöngufólksins verður Tormod Vatten.

 

DEILA