Vesturbyggð: ráðuneytið hafnar sérreglum um byggðakvóta

Atvinnuvega- og nýsköounarráðuneytið hafnaði tilllögum Vesturbyggðar að sérreglum um úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Þetta kemur fram í fundargerð hafna- og atvinnumálaráðs sveitarfélagsins á mánudaginn.

Það voru tvö atriði sem ráðuneytið setti hornin í samkvæmt svari Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra við fyrirspurn Bæjarins besta og leggur ráðuneytið til að Vesturbyggð hafi sömu reglur og giltu á síðasta fiskveiðiári.

Bæði atriðim varða þá breytingu bæjarstjórnar að miða úthlutun ekki við byggðarlag innan sveitarfélagsins heldur er litið á sveitarfélagið sem eina heild.

Fyrra atriðið varðar skráningu skipsins. Bæjarstjórnin samþykkti að skipið skui vera skráð innan sveitarfélagsins. Áður var skilyrði að skipið væri skráð innan viðkomandi byggðarlags innan sveitarfélagsins sem  fékk byggðakvótanum úthlutað. Þessu hafnar ráðuneytið.

Hitt atriðið varðar í raun sama atriði. Nú vill bæjarstjórnin að byggðakvótinn sem reiknaður er til einstaks byggðarlags innan sveitarfélagsins verði úthlutað til skipa á sveitarfélagsvísu en í fyrra var kvótanum sem kom í hlut viðkomandi byggðarlags skipt milli skipa, skráðum í sama byggðarlagi.

Það bíður nú bæjarstjórnar Vesturbyggðar að bregðast við synjun ráðuneytisins á þessum atriðum í sérreglum Vesturbyggðar.

 

 

DEILA