Umhverfisráðuneytið: 2 styrkir til Vestfjarða

Melrakkasetur Íslands í Súðavík.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins. Þá hefur ráðuneytið úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 36 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 141 milljón króna.

Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu umsóknir tæpum 58 milljónum króna en til úthlutunar voru 20 milljónir króna.

Tvö verkefni á Vestfjörðum fengu styrki að þessu sinni.

Melrakkasetur í Súðavík fékk 1 milljón króna til vöktunar á ref á Hornströndum og Skógræktarfélag Patreksfjarðar fékk 300 þúsund króna styrk til verkefnisins gróðurreitir í Patreksfirði.

65% rekstrarstyrkja til þriggja samtaka

Rekstrarstyrkir voru 20 milljónir króna. Um 2/3 fjárhæðarinnar rennur til þriggja félagasamtaka. Landvernd fær 7.800.000 kr., Náttúrurverndarsamtök Íslands fékk 3.420.000 kr. og Fuglaverndunarfélag Íslands 2.600.000 krónur.

DEILA