Þ-H leiðin: Viðræður við landeigendur farnar af stað aftur

Magnús Valur Jóhansson, framkvæmdastjóri.

Vegagerðin hefur sett aftur í gang viðræður við landeigendur um bætur fyrir land sem fer undir nýjan þjóðveginn um Teigsskóg og nágrenni. Magnús Valur Jóhannsson staðfestir þetta í samtali við Bæjarins besta. Hann segir að ekki þurfi að semja við eigendur að jörðinni Teigsskógur, þar sem vegurinn mun ekki snerta þá jörð eftir tilfærslu á veglínu við siðustu breytingu. Við eigendur jarðarinnar Barmur í Djúpafirðinum austanverðum er þegar fyrirliggjandi samningur. Þá er ósamið við eigendur Skálaness og Gróness en Magnús Valur sagðist ekki sjá nein ljón í veginum fyrir samningi þar.

Óvissan hefur verið um jarðirnar Hallsteinsnes og Gröf. Þar var búið að gera landeigendum tilboð sem þeir höfðu hafnað.

Reykhólahreppur samþykkti Þ-H leið en vildi ekki semja

Reykhólahreppur er einn af eigendur Þórisstaða og fékk frá Vegagerðinni erindi í mars 2018, eftir að sveitarstjórnin hafði samþykkt formlega Þ-H leiðina, um yfirtöku lands undir vegagerðina og bætur fyrir það. Fram kemur í erindninu að Vegagerðin býðir hreppnum 561 þúsund krónur í bætur fyrir 18.702 fermetra lands.

Þá brá svo við að sveitarstjórnin vildi ekki ganga að tilboðinu og greiða þannig fyrir framgangi málsins heldur var bókað : „Sveitarstjórn telur ekki tímabært að taka erindið til afgreiðslu, fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út fyrir framkvæmd á Vestfjarðarvegi (60).“

DEILA