Styrkveiting til strjálbýlisverslunar

Frá stofnun félagsins um verslunina í Árneshreppi.

Byggðastofnun hefur gengið frá skriflegum samningum um greiðslu á styrk til strjálbýlisverslunar fyrir tímabilið 2018- 2021. Frá styrkveitingunni var greint 13. desember 2018 og sagt þá frá því á Bæjarins besta.

Markmið með framlögunum er að styðja verslun í skilgreindu strjálbýli fjarri stórum þjónustukjörnum, þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Framlögin koma til með að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.

Tveir styrkjanna renna til Vestfjarða og báðir til verslunar í Strandasýslu.

Árneshreppur hlýtur styrk að upphæð 7.200.000 kr. fyrir árin 2019-2021 vegna Verslunar í Norðurfirði í Árneshreppi. Verslunin í Norðurfirði hefur verið lokuð frá því haustið 2018. Stofnað hefur verið félag um reksturinn og opna á verslunina á ný með lágmarksþjónustu að vetrinum oghafa opið daglega að sumrinu.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar hlýtur styrk að upphæð 3.300.000 kr. vegna Strandakjarna í Hólmavík. Byggja á KSH upp sem þjónustukjarna og verður gerð þarfa- og kostnaðargreining. Koma á í veg fyrir að verslun leggist af, auka samkeppnishæfni, skapa atvinnu og bæta búsetuskilyrði.

 

DEILA