Skemmdarverk á Hólmavík

Ágúst Guðjónsson, Hólmavík.

Skemmdaverk voru unnin á þremur bifreiðum á Hólmavík fimmtudagskvöldið 17. janúar. Þar á meðal var bílabjörgunarbifreiðin á staðnum. Mikilvægt er að sú bifreið sé ávallt til reiðu fyrir fyrirvaralaust útkall til þess að bjarga bílum úr vanda og er á útkallslista FÍB, vátryggingarfélaganna, neyðarlínunnar svo nokkuð sé nefnt.

Ágúst Guðjónsson, eigandi bifreiðanna segir að skorið hafi verið á fimm dekk á þremur bifreiðum svo þær urðu óökufærar og nokkuð ljóst að notaður var beittur hnífur til verksins.  Á bílabjörgunarbílnum voru tvo dekk skorin í sundur. Tjónið er mikið segir Ágúst. Lögreglan hefur atvikið til rannsóknar og er óskað eftir upplýsingum sem kunna varpa ljósi á það hverjir gerendur voru.

DEILA