Óskað eftir gjaldþrotaskiptum á West Seafood á Flateyri

Horft yfir Flateyrarhöfn. Mynd: RÚV.

Lögð hefur verið til Héraðsdóms Vestfjarða  beiðni um að taka West Seafood ehf á Flateyri til gjaldþrotaskipta. Það er fyrirtækið ÍS 47 ehf á Ísafirði sem leggur beiðnina fram. Þetta úrræði er innheimtuaðgerð til þess að sækja ógreidda skuld.Í nóvember 2018 var gert árangurslaust fjárnám í eigum West Seafood ehf. Eftir því sem næst verður komist var það Vélsmiðjan Mjölnir ehf í Bolungavík sem stóð að þeim innheimtuaðgerðum.

Karl Brynjólfsson, framkvæmdastjóri West Seafood ehf vildi ekki ræða málið og taldi það ekki eiga erindi í fjölmiðla. Gísli Jón Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍS 47 ehf vildi heldur ekkert láta hafa eftir sér.

DEILA