Ísfirðingurinn Bjarki Pétursson sigraði á laugardaginn í blábeltingamóti VBC í brasilísku jiu jitsu í þungavigt, 100+ flokki. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og voru um 40 keppendur og er ætlað þeim sem hafa bláa beltið í íþróttinni. VBC í Kópavogi er eitt af félögunum sem stunda blandaðar bardagaíþróttir og er hið brasilíska jiu jitsu ein af þeim. Innan Harðar á Ísafirði hefur deild fyrir þessar íþróttir verið starfrækt síðasta áratuginn eða svo að sögn Stígs Bers Sóphussonar.
Árangur Bjarka Péturssonar er mjög athyglisverður og er til marks um að á ísafirði eru öflugir iðkendur í óhefðbundnum íþróttagreinum.