Ísafjörður: 4 milljónir í uppbyggingu íþróttaaðstöðu

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að fjögur íþróttafélög fái á næsta ári eina milljón króna hvert til uppbyggingar aðstöðu fyrir íþrótt sína en áform félaganna eru um framkvæmdir upp á 130 milljónir króna.

Hending, félag hestamanna hefur hug á að koma upp reiðvelli sem áætlað er að kosti 72 milljónir króna. óskar félagið eftir samningi um 1. áfangann sem verði að gera grunn að hringvelli og kastar 7,2 milljónir króna.

Skíðafélag ísafjarðar óskar eftir þriggja ára samningi um uppbyggingu á Seljalandsdal að upphæð 10 milljónir króna og fer fram á styrk að upphæð  5 milljónir króna.

Skotíþróttafélag ísafjarðarbæjar áformar að byggja við inniaðstöðu félagsins við áhorfendastúkuna sem myndi kosta 39 milljónir króna og óskar eftir 12,5 mkr. styrk frá bænum sem myndi duga fyrir efniskostnaði.

Golfklúbbur Ísafjarðar óskar eftir 3 milljónum króna frá ísafjarðarbæ og hyggst leggja jagn háa upphæð á móti til uppbyggingar á golfvelli félagsins í Tungudal.

Samtals kosta áform félaganna fjögurra um 130 milljónir króna, en auk framlags frá bæjarsjóði gera félögin ráð fyrir öðrum styrkjum og framlögum , en samkvæmt erindunum er farið fram á nærri 30 milljóna króna framlag frá bænum næstu árin.

DEILA