Ísafjarðarbær: styrkir Aldrei fór ég suður

Ísafjarðarbær og tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafa undirritað samning um  stuðning sveitarfélagsins við hátíðina.Samningurinn gildir fyrir hátíðirnar 2019, 2020 og 2021.

Segir í samningnum að tilgangur hátíðarinnar sé að bjóða upp á metnaðarfulla samfélagsbætandi tónlistarhátíð og efla ímynd Ísafjarðarbæjar sem ferðamannastaðar.

Framlag bæjarstjóra og bæjarfulltrúa skal vera að lofa að vera í stuði alla páskahelgina. Skyldur Ísafjarðarbæjar eru:

leggja fram vinnuframlag upplýsingarfulltrúa eftir því sem þurfa þykir

hafa hátíðina inn í markaðssetningu sveitarfélagsins um páskana

leggja fram 500.000 kr til kynningar

halda viðburði í bænum um páskana

veita styrk allt að 200.000 kr fyrir þjónustu gjaldkera

tryggja allt að 2.500.000 kr á ári til skuldauppgjörs hátíðarinnar.

Samningurinn skal endurskoðaður 2021.

DEILA