Fasteignaverð: hátt á vaxtarsvæðum

Í Hagsjá – fréttabréfi hagdeildar Landsbankans kemur fram að fermetraverð á svæðum í kringum höfuðbogarsvæðið er um 2/3 af verðinu þar. Á Akureyri er verðið enn hærra eða um 3/4 af höfuðborgarverðinu. Á Ísafirði er verðið um 1/3 af  verðinu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er byggt á tölum úr verðsjá Þjóðskrár Íslands.

Verðið hefur hækkað mikið síðustu ár. Árleg meðalhækkun síðustu 6 ára er frá 9 – 13%, mest í Reykjanesbæ og minnst á Akureyri.

Töluverður munur á fermetraverði

Þrátt fyrir miklar hækkanir utan höfuðborgarsvæðisins er fermetraverð þar enn mun
hærra en gerist í stóru bæjunum fjórum. Á fjórða ársfjórðungi í fyrra var meðalfermetraverð fjölbýlis og sérbýlis miðað við viðskipti um 454 þús. kr. á
höfuðborgarsvæðinu á meðan það var um 294 þús.kr. í Árborg þar sem það var lægst af þessum bæjum.

Sé fermetraverðið sett á vísitöluform miðað við 100 á höfuðborgarsvæðinu má sjá að verðið á Akureyri er um þrír fjórðu hlutar af verðinu á höfuðborgarsvæðinu og verðin í hinum bæjunum á bilinu 65-70% af höfuðborgarsvæðinu. Bilið á milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins hefur verið svipað í nokkur ár, en hinir bæirnir þrír hafa
minnkað bilið nokkuð á síðustu árum.

 

 

DEILA